Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.11.2024 - 12.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
13

Góð heimsókn frá Íþróttasambandi Grænlands

02.11.2017

Stjórn og framkvæmdastjóri Íþróttasambands Grænlands heimsóttu höfuðstöðvar ÍSÍ á dögunum. Hópurinn var staddur á Íslandi í vinnuferð stjórnar og heimsóttu þau meðal annars í ferðinni Umf. Selfoss þar sem þau fengu kynningu á skipulagi og starfi félagsins og samstarfi þess við viðkomandi sveitarfélag. Að lokinni ferð þeirra til Selfoss funduðu þau með Höllu Kjartansdóttur skrifstofustjóra ÍSÍ og Andra Stefánssyni sviðsstjóra Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ þar sem farið var yfir það helsta í starfi ÍSÍ ásamt því að rædd voru ýmis íþróttatengd málefni, að ósk gestanna. Stjórn Íþróttasambands Grænlands (GIF) hefur áhuga á að efla enn frekar samstarfið á milli GIF og ÍSÍ og í þessari heimsókn voru ræddar ýmsar hugmyndir varðandi aukin samskipti á milli samtakanna.

Á meðfylgjandi mynd eru, frá vinstri talið: Carsten Olsen framkvæmdastjóri, Bolethe Steenskov meðstjórnandi, Nuka Kleemann formaður, Ole Kielmann meðstjórnandi, Finn Meinel varaformaður og John Thorsen meðstjórnandi.