Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
15

Nýr framkvæmdastjóri hjá HSH

03.11.2017

Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu (HSH) hefur ráðið Laufeyju Helgu Árnadóttur í 50% stöðu sem framkvæmdastjóra sambandsins. Laufey Helga er frá Ólafsvík, menntuð sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og með meistaragráðu í kennsluréttindum frá Háskólanum á Akureyri. Hún hefur verið gjaldkeri í stjórn Umf. Víkings/Reynis í þrjú ár og hefur mikinn áhuga á samfélagsmálum, málefnum barna og íþróttaiðkun þeirra.  Laufey Helga er einnig í 50% stöðu hjá Hafnarsjóði Snæfellsbæjar þar sem hún sér um allt bókhald.

Laufey Helga tók við starfinu af Garðari Svanssyni 1. október sl. en Garðar situr í stjórn HSH sem stendur.  ÍSÍ býður Laufeyju Helgu velkomna til starfa og óskar henni alls góðs í starfi og leik.