Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
4

Líney Rut kjörin í stjórn Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC)

24.11.2017

Rétt í þessu var Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ kjörin í stjórn Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC), fyrst Íslendinga. Líney Rut var kjörin í stjórnina til næstu fjögurra ára. Stjórnin telur 16 manns í heildina; forseta, varaforseta, ritara og gjaldkera og 12 meðstjórnendur. Líney Rut varð sjötta efst í kjörinu um meðstjórnendur en 23 voru í framboði. Ein önnur kona verður í stjórn EOC næstu fjögur árin, Daina Gudzineviciute, forseti Ólympíunefndar Litháen. Líney Rut er vel þekkt innan EOC en hún hefur starfað í ýmsum nefndum og ráðum innan EOC og m.a. stýrt eftirlitsnefnd á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar.
Janez Kocijancic frá Slóveníu var kjörinn forseti EOC, Niels Nygaard frá Danmörku var kjörinn varaforseti, Raffaele Pagnozzi frá Ítalíu framkvæmdastjóri og Kikis Lazarides frá Kýpur var kjörinn gjaldkeri samtakanna.
Það er stór sigur fyrir íþróttahreyfinguna á Íslandi að eiga nú fulltrúa í æðstu samtökum Ólympíuhreyfingarinnar í Evrópu.

„Ég er ákaflega þakklát fyrir þann mikla stuðning og heiður sem mér var sýndur með kjörinu í stjórn EOC. Ég hef starfað undanfarin ár í ýmsum nefndum fyrir sambandið og náð að kynnast starfsemi þess vel. Ég vona að víðtæk reynsla mín af störfum í þágu íþrótta- og Ólympíuhreyfingarinnar komi að góðu gagni í stjórn EOC", sagði Líney Rut þegar úrslit kosninga lágu fyrir.