Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
16

Vetrarólympíuleikarnir 2026

30.11.2017

Alþjóðaólympíunefndin (IOC) mun ákveða hvar Vetrarólympíuleikarnir 2026 verða haldnir á fundi sínum í Mílanó á Ítalíu í júlí 2019. Fjölmargar borgir hafa sótt um að halda leikana. Sion í Sviss, Innsbruck í Austurríki, Stokkhólmur í Svíþjóð, Calgary í Kanada og Sapporo í Japan eru á meðal þeirra borga sem hafa áhuga á að halda leikana. Á árinu bárust einnig þær fréttir frá Norðmönnum að þeir hefðu áhuga á því að vera gestgjafi leikanna annaðhvort árið 2026 eða 2030. Vetrarólympíuleikarnir fóru fram í Lillehammer árið 1994 og heppnuðust vel. Þá hélt bærinn leikana ásamt smábæjum í kring, en nú hafa yfirvöld í hyggju að sameinast stærstu bæjum Noregs. Þar er höfuðborgin Osló, Bergen, Þrándheimur og Stavanger nefndir til sögunnar.

Hægt er að fylgjast með gangi mála á olympic.org.