Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

02.03.2024 - 02.03.2024

Ársþing HRÍ 2024

Ársþing Hjólreiðasamband Íslands (HRÍ) verður...
09.03.2024 - 09.03.2024

Ársþing HHF 2024

Ársþing Héraðssambandsins Hrafna-Flóka (HHF)...
28

Róbert heimsmeistari í 200m fjórsundi

05.12.2017Róbert Ísak Jónsson tryggði sér í nótt heimsmeistaratitilinn í 200m fjórsundi (S14, þroskahamlaðir) á HM sem nú stendur yfir í Mexíkó.

Róbert synti á 2:19.34 mín. og hafði þar betur í baráttunni gegn Suður-Kóreumanninum Cho Wonsang. Wonsang var með forystuna eftir flug, bak og bringu en Róbert náði honum á síðasta snúning og stakk svo af á skriðsundskaflanum og vann glæsilegan sigur.

Þá vann Sonja Sigurðardóttir til bronsverðlauna í 100m skriðsundi í flokki S4 (hreyfihamlaðir) en í hennar keppni voru bein úrslit og þrír keppendur. Sonja kom í bakkann á 2:34.77 mín.

Íslenski hópurinn hefur unnið til fernra verðlauna til þessa á HM, eitt gull, eitt silfur og tvenn bronsverðlaun. Lesa má meira um HM á vefsíðu Íþróttasambands fatlaðra www.ifsport.is.

Myndin er af Róberti Ísaki og er fengin frá Íþróttasambandi fatlaðra.