Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.09.2024 - 12.09.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
10

Heimsókn frá Grænlandi

06.12.2017

Þriðjudaginn 28. nóvember sl. heimsóttu þrír grænlenskir ráðherrar og ráðuneytisstjórar þeirra skrifstofu ÍSÍ, en um var að ræða hluta af heimsókn þeirra til Íslands til að kynna sér forvarnarstarfsemi á Íslandi. Hinn góði árangur Íslands á íþróttasviðinu var kveikjan að heimsókn þeirra til ÍSÍ en áður hafði hópurinn kynnt sér fjölmörg íslensk verkefni sem tengjast börnum, ungmennum, heimilum og skólastarfi. Aðkoma ÍSÍ að forvarnarstarfi er víðtæk en auk þess að vera virkur þátttakandi í fjölmörgum verkefnum í gegnum tíðina má segja að það eitt að börn og unglingar stundi íþróttir sé í raun ein virkasta forvörnin sem fyrir finnst. 


Hópurinn fékk kynningu á starfsemi ÍSÍ og þá sérstakega á umfangi íþróttastarfsins á Íslandi og verkefnum stoðsviða ÍSÍ. Það voru þau Ragnhildur Skúladóttir, Hrönn Guðmundsdóttir og Andri Stefánsson, sviðsstjórar stoðsviða ÍSÍ, sem tóku á móti hópnum, en í kjölfar kynningar á starfi ÍSÍ átti hópurinn gott samtal um íþróttastarf á Íslandi og þau verkefni sem tengjast íþróttum barna og unglinga.

Grænlensku gestirnir voru: Sara Olsvig, ráðherra velferðar- (fjölskyldu)-, jafnréttis-, og dómsmála og varaforsætisráðherra Grænlands, Doris Jakobsen Jensen, ráðherra mennta-, menningar-, rannsókna og kirkjumála, Agathe Fontain, ráðherra heilbrigðismála og norræns samstarfs, Julie Præst Wilche, ráðuneytisstjóri velferðar- (fjölskyldu)-, jafnréttis-, og dómsmála, Lone Nukaaraq Möller, ráðuneytisstjóri mennta-, menningar-, rannsókna og kirkjumála, Tine Pars, ráðuneytisstjóri heilbrigðismála og norræns samstarfs og Inga Dóra Markussen, framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins.