Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
9

Göngufótbolti hjá Þrótti

07.12.2017

Fyrsta æfing í svokölluðum göngufótbolta var haldin föstudaginn 1. desember s.l. á Eimskipsvellinum í Laugardal. Göngufótbolti er fótbolti ætlaður eldri iðkendum og er markmiðið að hvetja eldri borgara og aðra til þess að stunda heilbrigða hreyfingu í góðum félagsskap. Íþróttin hefur notið töluverðra vinsælda í Englandi og á Norðurlöndunum. 

Mikil ánægja var með þessa útfærslu á fótboltanum á fyrstu æfingunni og augljóst að þarna er vettvangur fyrir fótboltafólk á öllum aldri. Sögulegum fyrsta opinbera leiknum í göngufótbolta á Íslandi lauk með jafntefli, 4-4, en nokkuð mæddi á dómara leiksins sem ítrekað þurfti að stöðva æsta leikmenn sem í hita leiksins tóku upp á því að hlaupa, en það er einmitt bannað í þessari íþrótt.

Að loknum skemmtilegum leik var þátttakendum boðið í súpu og brauð í félagsheimili Þróttar þar sem tilþrif einstakra leikmanna voru rædd og spjallað um næstu skref.  Ákveðið var að halda föstum æfingatíma á föstudögum kl. 12:00 og eru áhugasamir hvattir til að mæta og taka þátt í skemmtilegum leik í góðum félagsskap.

Nánar má lesa um göngufótboltann á vefsíðu Þróttar og ef spurningar vakna er hægt að hafa samband við Ótthar Edvardsson, otthar@throttur.is.

 

 

Myndir með frétt