Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.09.2024 - 12.09.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
10

Ólafía Þórunn kylfingur Íþróttamaður ársins 2017

28.12.2017

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir kylfingur var útnefnd Íþróttamaður ársins 2017 af Samtökum íþróttafréttamanna. Aron Einar Gunnarsson knattspyrnumaður var í öðru sæti og Gylfi Sigurðsson knattspyrnumaður var í þriðja sæti.  Nánari upplýsingar um kjör íþróttamanns ársins eru aðgengilegar á heimasíðu Samtaka íþróttafréttamanna.

Ólafía var hógværðin uppmáluð í viðtali eftir að kjör um Íþróttamann ársins 2017 var orðið kunnugt. Hún segist stefna á sigur á þeim mótum sem hún tekur þátt í á Evrópumótaröðinni og LPGA mótaröðinni á næsta ári og stefnir hátt í golfheiminum. Ólafía er glæsileg fyrirmynd fyrir íþróttafólk og óskar ÍSÍ Ólafíu til hamingju með viðurkenninguna og góðs gengis í framtíðinni.

Samtök íþróttafréttamanna veittu nú í sjötta sinn viðurkenningu til þjálfara ársins og var það Heimir Hallgrímsson sem hlaut þann heiður. Viðurkenning til liðs ársins fór til íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu.

ÍSÍ óskar verðlaunahöfum kvöldsins til hamingju með viðurkenningar sínar.

Fleiri myndir frá hófinu má sjá á myndasíðu ÍSÍ.

Myndir með frétt