Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.09.2024 - 12.09.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
10

Lárus L. Blöndal sæmdur riddarakrossi

02.01.2018

For­seti Íslands, Guðni Th. Jó­hann­es­son, sæmdi í gær tólf Íslend­inga heiðurs­merki hinn­ar ís­lensku fálka­orðu, venju sam­kvæmt á ný­árs­dag. Lárus L. Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, var sæmdur ridd­ara­krossi fyr­ir störf í þágu íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar en Lárus hefur um langt árabil gegnt fjölbreyttum forystuhlutverkum innan hreyfingarinnar og átt hlutdeild í mörgum stærstu framfaraskrefum sem tekin hafa verið í hreyfingunni.

Stjórn og starfsfólk Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands óskar Lárusi innilega til hamingju með viðurkenninguna.

Fréttatilkynninguna frá forseta Íslands má lesa hér á vefsíðu forsetans, forseti.is