Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
9

17 afreksíþróttamenn í Heiðurshöll ÍSÍ

09.01.2018

Heiðurshöll ÍSÍ er óáþreifanleg höll afreksíþróttafólks og afreksþjálfara Íslands, í ætt við Hall of Fame á erlendri grundu. Á hófi Íþróttamanns ársins 2017, þann 28. desember sl., var Skúli Óskarsson kraft­lyft­ingamaður frá Fá­skrúðsfirði og fyrr­ver­andi heims­met­hafi, útnefndur í Heiðurshöll ÍSÍ. Skúli er sautjándi einstaklingurinn sem ÍSÍ útnefnir í höllina og má sjá vefsíðu hans í Heiðurshöll ÍSÍ hér

Framkvæmdastjórn ÍSÍ útnefnir einstaklinga í Heiðurshöll ÍSÍ eftir reglugerð þar að lútandi og er Heiðursráð ÍSÍ ráðgefandi aðili varðandi tilnefningar. Með þessu verkefni vill ÍSÍ skapa vettvang til að setja á frekari stall okkar framúrskarandi fólk og skapa minningar í máli og myndum af þeirra helstu afrekum.

Hér má sjá síðu Heiðurshallar ÍSÍ.

Hér má sjá myndasíðu Heiðurshallar ÍSÍ.