Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
2

Hilmar Snær á Vetrar-Paralympics

01.03.2018Íþróttasamband fatlaðra stóð á þriðjudaginn að blaðamannafundi vegna þátttöku Íslands á Vetrar Paralympics sem fram fara í PyeongChang í Suður-Kóreu dagana 9.-18. mars næstkomandi. Fundurinn fór fram á Radisson Blu Hóteli Sögu en hinn 17 ára gamli Hilmar Snær Örvarsson frá Skíðadeild Víkings verður fulltrú Íslands á leikunum og jafnframt sá yngsti sem Ísland hefur telft fram á Vetrar Paralympics frá upphafi.

Búist er við tæplega 700 keppendum í PyeongChang sem er þá um 25% aukning á fjölda íþróttamanna frá síðustu Vetrar Paralympics sem fram fóru 2014 í Sochi í Rússlandi. Keppni í alpagreinum mun fara fram á Jeongseon svæðinu en Hilmar Snær keppir dagana 14. mars í svigi og þann 17. mars í stórsvigi.

Þjálfari Hilmars er Þórður Georg Hjörleifsson og aðstoðarþjálfari í ferðinni verður Einar Bjarnason. Þá er Íþróttasambandi fatlaðra sýndur mikill heiður þar sem Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra mun heimsækja íslenska hópinn á meðan móti stendur. Þar með eru góðir gestir ekki alveg upptaldir en Helga Steinunn Guðmundsdóttir fulltrúi Samherjasjóðsins og fyrrum varaforseti ÍSÍ mun einnig heimsækja íslenska hópinn í Suður-Kóreu.

Ísland er að fara á Vetrar-Paralympics í fjórða sinn:

1994 Lillehammer, Noregur: Svanur Ingvarsson, stjaksleðakeppni.
2010 Whistler, Kanada: Erna Friðriksdóttir, alpagreinar sitjandi flokkur.
2014 Sochi, Rússland: Ernar Friðriksdóttir og Jóhann Þór Hólmgrímsson alpagreinar, sitjandi flokkar.
2018 PyeongChang, Suður-Kórea: Hilmar Snær Örvarsson alpagreinar, standandi flokkur.

Hilmar er því fyrstur Íslendinga til að keppa í standandi flokki á Vetrar-Paralympics. Erna var fyrst íslenskra kvenna til að keppa á Vetrar-Paralympics og Jóhann Þór Hólmgrímsson var fyrstur íslenskra karla í sitjandi flokki alpagreina og brautryðjandinn eins og gefur að skilja Svanur Ingvarsson sem síðar gegndi nefndarstörfum í vetraríþróttanefnd ÍF til fjölda ára og Erna Friðriksdóttir á þar nú sæti.

Hilmar Snær Örvarsson
Fæddur: 27. júlí 2000 (17 ára og þ.a.l. yngsti keppandinn á Vetrar-Paralympics frá Íslandi).
Félag: Víkingur
Greinar: Svig og stórsvig
Þjálfari: Þórður Georg Hjörleifsson
Flokkur: LW2 (flokkur hreyfihamlaðra, keppa standandi)
Fyrsta alþjóðlega keppni á vegum IPC: 2014, Landgraaf í Hollandi (3. sæti, ungmennamót).

Dagsetningar
6. mars: Íslenski hópurinn heldur af stað til S-Kóreu.
8. mars: Íslenski hópurinn boðinn velkominn í Ólympíumótsþorpið.
9. mars: Opnunarhátíð Vetrar-Paralympics.
14. mars: Svigkeppni karla, Hilmar Snær Örvarsson.
17. mars: Stórsvigskeppni karla, Hilmar Snær Örvarsson.
18. mars: Lokahátíð Vetrar-Paralympics
19. mars: Íslenski hópurinn heldur heim.


Vetrar Paralympics á vefsíðu IPC
Vefsíða Íþróttasambands fatlaðra
ÍF á Facebook
Youtube síða IPC

Nánari upplýsingar á if@ifsport.is eða í síma 5144080.

Mynd/ JBÓ: Frá vinstri Þórður Georg Hjörleifsson þjálfari Hilmars, Hilmar Snær Örvarsson og Einar Bjarnason aðstoðarþjálfari.