Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
2

Ásgeir sæmdur Gullmerki ÍSÍ

19.03.2018

44. Ársþing Lyftingasambands Íslands var haldið þann 17. mars 2018 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Formaður setti þingið og bauð þingfulltrúa velkomna, en þingfulltrúar voru alls 12 frá sjö aðildarfélögum LSÍ. Ásgeir Bjarnaon, formaður LSÍ, flutti skýrslu stjórnar og svo reikninga þess í fjarveru gjaldkera. Fram kom að hann muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs sem formaður, en gefur kost á sér til stjórnarsetu. Fyrir þinginu lá ein lagabreytingartillaga svo og tvær tillögur um breytingar á móta- og keppnisreglum, sem starfað hefur verið eftir síðasta keppnistímabil eftir samþykki stjórnar. Allar tillögur voru samþykktar einróma.

Formaður gerði grein fyrir stöðu afreksmála sambandsins og fram kom að unnið er að endurskoðun á afreksstefnu Lyftingasambandsins fram yfir Ólympíuleikana 2024. Á þinginu var Ásgeir Bjarnason sæmdur Gullmerki ÍSÍ og Stefán Ragnar Jónsson Silfurmerki ÍSÍ fyrir störf sín í þágu ólympískra lyftinga á Íslandi, en mikið endurreisnarstarf hefur átt sér stað á undanförnum árum. Nýr formaður var kjörin Ingi Gunnar Ólafsson, sem áður var varaformaður. Aðrir í stjórn voru kjörin Ásgeir Bjarnason, Eyþór Einarsson, Katrín Erla Bergsveinsdóttir og Linda Viðarsdóttir. Fjórir varamenn voru kosnir á þinginu. Sigríður Jónsdóttir sótti þingið fyrir hönd ÍSÍ og var jafnframt þingforseti.