Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

02.10.2021 - 02.10.2021

Ársþing ÍBR 2021

Ársþing Íþróttabandalags Reykjavíkur verður...
04.02.2022 - 16.02.2018

Peking 2022

Vetrarólympíuleikar fara fram í Peking í Kína...
28

Heiðranir á ársþingi BLÍ

21.03.2018

Á ársþingi Blaksambands Íslands (BLÍ) sem fram fór 4. mars sl. var Stefán Jóhannsson varaformaður BLÍ sæmdur Gullmerki ÍSÍ fyrir góð störf í þágu blakíþróttarinnar. Við sama tækifæri voru eftirtalin sæmd Silfurmerki ÍSÍ fyrir störf sín í þágu blakíþróttarinnar:

Ásta Sigrún Gylfadóttir
Jón Ólafur Valdimarsson
Sævar Már Guðmundsson

Hafsteinn Pálsson, ritari framkvæmdastjórnar ÍSÍ og formaður Heiðursráðs ÍSÍ afhenti heiðursviðurkenningarnar.

Fleiri heiðursviðurkenningar voru veittar á þinginu því Blaksamband Íslands veitti eftirtöldum einstaklingum viðurkenningar sem hér segir:

Silfurmerki BLÍ:
Árni Jón Eggertsson
Mundína Ásdís Kristinsdóttir
Ólafur Jóhann Júlíusson
Sigurbjörn Árni Arngrímsson

Gullmerki BLÍ:
Emil Gunnarsson
Fríða Sigurðardóttir

ÍSÍ óskar ofangreindum innilega til hamingju með heiðursviðurkenningarnar.

Myndir með frétt