Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

03.02.2021 - 16.02.2021

Lífshlaupið 2021

Lífshlaupið 2021 verður ræst þann 3. febrúar...
20

Málþing um forvarnir í lyfjamálum

03.04.2018

Þann 5. apríl nk. fer fram málþing um forvarnir í lyfjamálum. Fredrik Lauritzen, forstöðumaður forvarna- og lýðheilsumála hjá Anti-Doping Norway, mun m.a. fjalla um:

  • Hverjir eru hvatarnir á bakvið lyfjamisnotkun í líkamsrækt og hver er áhættan sem fylgir því?
  • Mikilvægi þess að stuðla að lyfjalausu og heilbrigðu umhverfi í líkamsrækt.
  • Sýnd verða dæmi um forvarnaráætlanir frá Noregi.
  • Tengsl milli notkunar á fæðubótarefnum og lyfjamisnotkunar.

Málþingið fer fram í sal M101 í Háskólanum í Reykjavík kl. 17:00-18:30.

Málþingið er öllum opið en áhugasamir eru vinsamlegast beðnir að skrá sig hér á vefsíðu ÍSÍ til þess að hægt sé að gera ráðstafanir vegna fjölda.