Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
19

María Júlía Jónsdóttir kjörin sambandsstjóri UMSB

04.04.2018

96. sambandsþing UMSB var haldið miðvikudaginn 14. mars í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri.

Á þinginu var kosið í nýja stjórn UMSB. Sólrún Halla sambandsstjóri gaf ekki kost á sér til endurkjörs en hún hefur verið í stjórn frá árinu 2013. Nýja stjórnin er þannig skipuð: Sambandsstjóri María Júlía Jónsdóttir, gjaldkeri Sigríður Bjarnadóttir, ritari Kristín Gunnarsdóttir, varasambandsstjóri Guðrún Þórðardóttir og meðstjórnandi Anna Dís Þórarinsdóttir. Varamenn í stjórn eru Hafdís Ósk Jónsdóttir varar varasambandsstjóri, vararitari Þórður Sigurðsson, varagjaldkeri Eyjólfur Kristinn Örnólfsson og varameðstjórnandi Þórhildur María Kristinsdóttir.
Rekstur UMSB gekk vel á síðasta starfsári og skilaði sambandið hagnaði. Góð samstaða var á þinginu um þær tillögur sem lagðar voru fram. Meðal annars var samþykkt að stofna faghóp sem vinna á að gerð verkferla sem félögum innan UMSB ber að fylgja ef upp koma atvik sem ná m.a. til agabrota, ávana– og vímuefnanotkunar, eineltis, kynferðisbrota, alvarlegra veikinda, áfalla, slysa og andláts. Hópurinn verður skipaður einum aðila frá Borgarbyggð, þremur aðilum frá UMSB og einum aðila frá Heilbrigðisstofnun Vesturlands.  
Sjö aðilar fengu úthlutað styrk úr afreksmannasjóði UMSB, þeir Bjarki Pétursson fyrir golf, Máni Hilmarsson fyrir hestaíþróttir, Daði Freyr Guðjónsson fyrir dans og fyrir körfuknattleik þeir Arnar Smári Bjarnason, Bjarni Guðmann Jónsson og Sigurður Aron Þorsteinsson.
Á meðfylgjandi mynd eru Sólrún Halla, fráfarandi sambandsstjóri UMSB og María Júlía nýkjörinn sambandsstjóri sambandsins.

Mynd: UMSB.