Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

21.04.2021 - 21.04.2021

Ársþing HHF 2021

Ársþing Héraðssambandsins Hrafna-Flóka verður...
29.04.2021 - 29.04.2021

Ársþing HSK 2021

Ársþing Héraðssambandsins Skarphéðins verður...
20

Hjólað í vinnuna 2. - 22. maí

06.04.2018

Hjólað í vinnuna fer fram 2. - 22. maí nk. Frá árinu 2003 hefur ÍSÍ staðið fyrir verkefninu til að efla hreyfingu og starfsanda á vinnustöðum. Starfsfólk vinnustaða hefur tekið vel við sér því þátttakan hefur margfaldast síðan að verkefnið fór af stað. Í lok verkefnisins eru veitt verðlaun í þremur flokkum, fyrir hlutfall daga, heildarfjölda kílómetra og hlutfall kílómetra.

Í ár fer verkefnið Hjólað í háskólann fram í fyrsta skipti. Opnað var fyrir skráningar í dag, þann 6. apríl, svo nú geta háskólanemar skráð sig til leiks fyrir keppnina sem hefst mánudaginn 9. apríl nk. og stendur til 15. apríl. Viðburðinn má finna á facebook hér.

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Hjólað í vinnuna, www.hjoladivinnuna.is