Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
19

100 ára afmælisþing UDN

10.04.2018

Ársþing Ungmennasambands Dalamanna og N-Breiðfirðinga (UDN) fór fram í Dalabúð 5. apríl sl. Góð mæting var á þingið og áttu þar öll aðildarfélög UDN fulltrúa. Finnbogi Harðarson, fyrrverandi formaður UDN, var þingforseti og stýrði þinginu af röggsemi. Fyrir þinginu lágu fimm tillögur, þar á meðal tillaga til breytinga á lögum sambandsins. Á þinginu var ársskýrsla sambandsins lögð fram og skýrslur um starfsemi aðildarfélaga sambandsins. Reikningar sambandsins voru samþykktir samhljóða. Lögð var fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 en í ár er afmælisár sambandsins og fylgir því aukinn kostnaður í rekstri. Fram kom í setningarræðu formanns að áætlað væri að halda upp á aldarafmæli sambandsins með formlegum hætti síðar á árinu.
Heiðrún Sandra Grettisdóttir var endurkjörin formaður UDN. Með henni í stjórn eru Herdís Erna Matthíasdóttir, Jóhanna Sigrún Árnadóttir, Pálmi Jóhannsson og Sindri Geir Sigurðsson. Nýr framkvæmdastjóri sambandsins er Jón Egill Jónsson sem gegnt hefur formennsku í Umf. Ólafi Páa.

Þingfulltrúar og gestir snæddu saman dýrindis súpu og brauð í þinghléi og að loknu þingi var boðið upp á kaffi og veglega afmælistertu í tilefni af afmælisári sambandsins. Í lok þings afhenti framkvæmdastjóri UDN, fyrir hönd stjórnar UDN, framkvæmdastjórum ÍSÍ og UMFÍ fána sambandsins að gjöf. 

Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ og Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri ÍSÍ voru fulltrúar ÍSÍ á þinginu. 

Myndir með frétt