Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
14

Lyftulausi dagurinn 25. apríl

25.04.2018

Í dag er lyftulausi dagurinn haldinn á alþjóðavísu í fjórða skipti. Alþjóðlega íþrótta- og menningar sambandið (International Sports and Culture Association) og herferðin „Nú hreyfum við okkur“ (Now We Move) reyna í sameiningu að fjölga þeim sem hreyfa sig reglulega um 100 milljónir fyrir árið 2020. Á deginum er fólk sem hreyfir sig ekki að staðaldri hvatt til þess að sleppa lyftunni og rúllustiganum og ganga þess í stað upp stigann. 

Ástæðurnar fyrir því að taka þátt í lyftulausa deginum eru meðal annars stuðningur við alþjóðlega hreyfingu sem miðar að því að auka hreyfingu fólks dagsdaglega og tækifæri til þess að skapa heilsusamlegri venjur á meðal fólks í þínu nærumhverfi.

Lyftulausi dagurinn er með vefsíðu sem finna má hér.