Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

08.06.2020 - 08.06.2020

Ársþing ÍA 2020

Ársþing Íþróttabandalags Akraness verður...
31

Felix starfsskýrsluskil

04.05.2018

Felix er miðlægt tölvukerfi ÍSÍ og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) og heldur utan um íþróttaiðkendur á Íslandi. Kerfið var fyrst tekið í notkun árið 2004. Nýtt og endurbætt kerfi var svo tekið í notkun snemma árs 2017. Samkvæmt 8. grein laga ÍSÍ þá þurfa allir sambandsaðilar ÍSÍ að skila inn starfsskýrslu til ÍSÍ fyrir 15. apríl ár hvert í gegnum Felix kerfið. Framkvæmdastjórn ÍSÍ heimilaði skrifstofu ÍSÍ á fundi sínum 26. apríl 2018 að beita keppnisbanni á félög og deildir sem eru í vanskilum með starfsskýrslur 15. maí nk.

Nú þegar hafa 70% félaga skilað inn starfsskýrslum, en betur má ef duga skal. ÍSÍ hvetur félög til þess að skila sem fyrst, eða sækja um stuttan frest.

Nánari upplýsingar varðandi starfsskýrsluskil veitir Elías Atlason, verkefnastjóri Felix. Netfangið hans er elias@isi.is og sími 514 4000.