Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.10.2023 - 12.08.2023

Fundur hjá...

Í dag er fundur hjá framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23.11.2023 - 12.08.2023

Fundur hjá...

Í dag er fundur hjá framkvæmdastjórn ÍSÍ...
07.12.2023 - 12.08.2023

Fundur hjá...

Í dag er fundur hjá framkvæmdastjórn ÍSÍ...
30

Hjólað í vinnuna í fullum gangi

07.05.2018

Hjólað í vinnuna er nú í fullum gangi, en þegar að fimm dagar eru liðnir af keppninni hafa tæpir 48.000 km verið skráðir, sem jafngildir 36 hringjum í kringum Ísland. 3336 þátttakendur eru skráðir til leiks í dag, en vonandi bætist í hópinn á næstu dögum.

Hægt er að fylgjast með gangi mála á vefsíðu Hjólað í vinnuna og á facebook-síðu Hjólað í vinnuna.

Þátttakendum Hjólað í vinnuna er bent á að hægt er að nota Strava til að halda utan um sínar ferðir og vegalengdir og hlaða upplýsingunum beint inn í skráningarkerfið. Þá er vert að benda á að hjólaðar vegalengdir til og frá vinnu er ekki eingöngu það sem má skrá í keppninni heldur telst allur virkur ferðamáti með, eins og ganga, hlaup, hjólabretti, línuskautar og strætó.

ÍSÍ minnir alla þátttakendur á skráningarleik Hjólað í vinnuna sem og liðstjóraleik, þar sem reiðhjólaverslunin Örninn gefur góða vinninga. Myndaleikur Hjólað í vinnuna er í boði Nutcase á Íslandi. Hér má finna allt um leikina