Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.04.2025 - 26.04.2025

Ársþing ÍF 2025

Ársþing Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) verður...
27.04.2025 - 27.04.2025

Ársþing HHF 2025

Ársþing Héraðssambands Hrafna-Flóka (HHF)...
25

Úrslit Hjólað í vinnuna 2018

23.05.2018

Hjólað í vinnuna var haldið í sextánda sinn í ár. Nú er keppni lokið og úrslit eru ljós. Hér má nálgast staðfest úrslit þriggja efstu vinnustaða í hverjum flokki. Heildar stöðu keppninnar má svo nálgast hér. Verðlaun eru veitt fyrir þrjá efstu vinnustaðina í öllum flokkum fyrir hlutfall daga. Í kílómetrakeppninni eru þremur efstu liðunum veitt verðlaun fyrir annars vegar heildarfjölda kílómetra og hins vegar hlutfall kílómetra. 

Verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna 2018 verður föstudaginn 25. maí klukkan 12:10 í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum Allir eru boðnir velkomnir og ÍSÍ vonast til að sjá sem flesta.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands þakkar fyrir þátttökuna í ár og vonar að þið hafið haft gaman af og haldið áfram að hjóla inn í sumarið.