Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
11

17. ársþing Dansíþróttasambands Íslands

01.06.2018

Ársþing Dansíþróttasambands Íslands (DSÍ) var haldið 31. maí 2018 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Á þinginu var m.a. farið yfir tímasetningar dansíþróttamóta DSÍ fyrir næsta keppnistímabil. Afreksstefna sambandsins var tekin til umræðu og samþykkt. Mjög góð mæting var á þingið. Þinginu var stýrt af mikilli röggsemi af þingforsetanum Eggerti Claessen. 

Ólafur Már Hreinsson var endurkjörinn formaður DSÍ. Ingibjörg Gunnarsdóttir og Kjartan Birgisson voru kjörin til tveggja ára. Auk nýkjörinna stjórnarmanna eru þau Linda Heiðarsdóttir og Jóhann Gunnar Arnarson í stjórn sambandsins. Varamenn í stjórn eru Hrannar Már Ásgeirsson og Sandra Balvinsdóttir. Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ sótti þingið sem fulltrúi ÍSÍ og flutti kveðjur forseta ÍSÍ og framkvæmdastjórnar.