Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

14

Lukkudýr Ólympíuleikanna í Tókýó 2020

02.07.2018

Næstu Sumarólympíuleikar fara fram í Tókýó í Japan 24. júlí til 9. ágúst 2020. Þar munu um 11.000 íþróttamenn etja kappi í 28 íþróttagreinum, þar af eru 5 nýjar íþróttagreinar á dagskrá. Sjá má íþróttagreinarnar sem keppt verður í hér. Tókýó hefur áður haldið leikana, en það var árið 1964. Aldrei áður í sögu Ólympíuleikanna hefur ríkt jafn mikið kynjajafnvægi og á þessum leikum, en á leikunum verða konur 49% keppenda. 

Skipuleggjendur leikanna leggja mikið upp úr umhverfisvitund og sjálfbærni og hvetja heimamenn og gesti leikanna til þess að gera slíkt hið sama. Að þessu sinni er Ólympíuleikvangurinn byggður að miklu leyti úr viðarefni og hönnunin er einstaklega fallegur japanskur stíll. Þennan japanska stíl má sjá út um alla Tókýó borg og tala margir um að borgin sé eins og hönnunarsafn undir berum himni, en Japanir halda í aldargamla hönnunarhefð sína hvert sem litið er. Tókýó er stærsta borg í heimi, en er einnig talin sú öruggasta. Tókýó er á toppnum á listanum yfir þær borgir í heiminum sem best er að búa í.

Nýlega voru lukkudýr Ólympíuleikanna 2020 kynnt til leiks, en það var teiknarinn Ryo Taniguchi, sem hannaði þau. Nöfn sín fá lukkudýrin þann 22. júlí nk. þegar að tveir dagar eru í að einungis 2 ár séu þangað til setningarathöfnin fer fram á Ólympíuleikunum í Tókýó.

Vefsíða leikanna er tokyo2020.org