Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
2

Bæklingur um astma og íþróttir

04.07.2018

Astmi er sjúkdómur í öndunarfærum sem getur öðru hverju truflað öndun við mismunandi aðstæður. Flestir þeirra sem þjást af astma eiga þó að geta lifað fullkomlega eðlilegu lífi ef þeir ástunda heilsusamlegt líferni með reglubundinni hreyfingu og fá rétta meðhöndlun.

Flestir þeirra sem eru með astma hafa mismikil óþægindi í hvíld en fá nánast alltaf einkenni við eða eftir áreynslu, svo sem mæði, surg eða hósta. Stór hópur fólks fær þó einungis astmaeinkenni þegar það reynir á sig en finnur ekki fyrir sjúkdómnum að öðru leyti. Við þessar aðstæður er talað um ,,áreynsluastma“ og er átt við tímabundna þrengingu í berkjunum í kjölfar áreynslu hjá einstaklingum sem við aðrar aðstæður fá ekki astmaeinkenni.

Vísbendingar um áreynsluastma meðal íþróttafólks:

• Mæði, andþyngsli, surg og/eða hósti, við eða eftir álag
• Brjóstverkur við áreynslu
• Óeðlileg þreyta við áreynslu
• Einkenni breytast eftir hitastigi og árstíma
• Einkenni breytast eftir andlegu álagi og streitu t.d. tengt keppni eða daglegu lífi
• Þegar viðkomandi neyðist til að minnka þjálfunarálag vegna vanlíðunar
• Viðkomandi gefst upp við æfingar
• Kvartanir um minnkandi þol
• Betra þol í innanhússíþróttum en úti við. Þetta er þó ekki algilt þar sem andrúmsloftið í sumum innanhússhöllum er mjög þurrt.
• Viðkomandi kemst ekki í „form“ þrátt fyrir stífa þjálfun

Þeir sem hafa áreynsluastma geta í flestum tilfellum stundað hvaða íþrótt sem vera ska.

Meira er hægt að lesa sér til um astma og íþróttaiðkun í bæklingnum „Astmi og íþróttir“ sem ÍSÍ og Astma- og ofnæmisfélag Íslands gaf út árið 2014.

Bæklinginn má nálgast á skrifstofu ÍSÍ og lesa á Issuu-síðu ÍSÍ.