Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.11.2024 - 12.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
11

Afsláttarkjör á innanlandsflugi

25.07.2018

ÍSÍ og Air Iceland Connect (AIC) undirrituðu í mars 2018 samning um afsláttarkjör á innanlandsflugi fyrir íþróttahreyfinguna. Samningurinn gildir til 1. febrúar 2019. Samstarf ÍSÍ og AIC, áður Flugfélag Íslands, hefur verið langt og farsælt. Þátttaka í íþróttastarfi á Íslandi felur í sér mikil og kostnaðarsöm ferðalög og mikilvægt er að búa við öruggar og reglubundnar flugsamgöngur á milli landshluta.

Samningurinn felur í sér nýtt fyrirkomulag einstaklingsbókana, sem nú fara alfarið í gegnum bókunarvél á vefsíðu AIC. Búið er að leggja af svokölluð ÍSÍ-fargjöld fyrir einstaklinga en í staðinn er notast við inneignarkóða sem fela í sér 2.500 króna inneign. Einungis er hægt að nota eitt inneignanúmer pr. fluglegg. Hægt er að nota inneignina upp í fargjöld í öllum verðflokkum sem í boði eru á bókunarsíðu AIC. Þar sem afslátturinn er föst upphæð þá er hann hlutfallslega hagstæðastur á lægstu fargjöldunum. Góður fyrirvari á bókun getur því borgað sig. Inneignarkóðana þarf að nálgast fyrirfram á skrifstofu ÍSÍ á hefðbundnum skrifstofutíma og því er hreyfingin hvött til að setja sig í samband við ÍSÍ í góðum tíma fyrir bókun. Til þess að fá inneignarkóða þarf að senda póst á linda@isi.is

Hópabókanir fara í gegnum Hópadeild AIC og eru ÍSÍ-hópafargjöldin tíunduð í samningnum sem finna má hér fyrir neðan.

Eins og áður er samningur ÍSÍ og AIC byggður á gagnkvæmu trausti og virðingu á milli aðila. Sambandsaðilar eru hvattir til að kynna sér samninginn vel og hafa tímann fyrir sér við bókanir, ef mögulegt er. Það eykur líkurnar á því að menn nái að bóka ferðirnar á hagstæðum kjörum.

Athugið að til þess að fá inneignarkóða þarf að senda póst á linda@isi.is, því næst er farið á vefsíðu AIC og flug bókað með inneignarkóðann við hönd.

Góða ferð !
Samningur við AIC (2018)