Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
19

Eitt ár í Strandarleikana í San Diego

10.10.2018

Fyrstu Strandarleikarnir (ANOC World Beach Games) verða haldnir í San Diego í Bandaríkjunum 10.-15. október 2019. Heimssamband Ólympíunefnda (ANOC) stendur fyrir leikunum.

Á leikunum mun fara fram keppni í 17 íþróttagreinum og er búist við um 1360 þáttakendum frá 200 löndum. Íþróttagreinarnar sem keppt verður í eru meðal annarra hjólabretti, brimbretti og 3x3 körfubolti. Keppni fer aðallega fram á tveimur stöðum, á Mission strönd og nálægt miðbæ San Diego. Á setningar- og lokahátíðir er búist við um 40 þúsund áhorfendum.

Fulltrúar leikanna í San Diego hafa undirbúið komu leikanna til borgarinnar vel og greinilegt er að vel verður staðið að þessum fyrstu Strandarleikum. Verið er að leita eftir fólki til þess að sjá um sjálfboðaliðastörf en sækja má um á vefsíðu leikanna hér.

Vefsíða leikanna.

Facebook síða leikanna.