Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
16

YOG: Fimmti keppnisdagur

11.10.2018

Þá er fimmta keppnisdegi lokið á Ólympíuleikum ungmenna í Buenos Aires. Íslenskir keppendur tóku þátt í golfi, sundi og frjálsíþróttum. Hulda Clara Gestsdóttir lék þriðja og síðasta hringinn í höggleik í golfi. Hringinn lék hún á 81 höggi sem er 11 yfir pari vallarins. Í heildina varð Hulda Clara í 29 sæti keppninnar. Ingvar Andri Magnússon lék sömuleiðis sinn síðasta hring í einstaklingskeppninni. Hringurinn var hans besti í mótinu, lék Ingvar á 71  höggi sem er einum yfir pari vallarins. Ingvar Andri lauk keppni í 9. sæti mótsins ásamt öðrum keppanda.

Í undanrásum 50 m skriðsunds stúlkna synti Snæfríður Sól Jórunnardóttir á tímanum 27.34 sem var 31 besti tími undanrásanna.

Keppni hófst í frjálsíþróttum í dag, fyrstur íslensku keppandanna var Valdimar Hjalti Erlendsson sem keppti í fyrri umferð kringlukastskeppninnar. Valdimar Hjalti kastaði 54,46 m sem var sjötta lengsta kast keppninnar. Keppnin í frjálsum er með nokkuð nýstárlegu sniði. Í fyrri umferðinni fá allir keppendur fjögur köst og eingöngu það besta telur. Það sama á við um seinni umferðina þ.e.a.s. að allir kasta fjórum sinnum og besta kastið gildir. Samanlögð vegalengd þessarra tveggja lengstu kasta sker úr um röð keppenda. Seinni umferðin í kringlukastinu verður á sunnudaginn hjá Valdimar.

Á morgun föstudag er svo komið að Brynjólfi Óla Karlssyni að synda 200m baksund. Elísabet Rut Rúnarsdóttir keppir einnig í sleggjukasti stúlkna.

 

Myndir með frétt