Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

03.02.2021 - 16.02.2021

Lífshlaupið 2021

Lífshlaupið 2021 verður ræst þann 3. febrúar...
21

Höfuðáverkar í íþróttum

16.10.2018

Íþróttafólk verður oft fyrir höfuðáverkum bæði í keppni og á æfingum. En hvað ber að varast? Hvenær þarf að leita til læknis og hvenær má byrja aftur að æfa og keppa? 

Hér er að finna leiðbeiningar eða ráðleggingar sem íþróttafólk eða þjálfarar geta nýtt sér ef um heilahristing er að ræða.

Alþjóðaólympíuhreyfingin ásamt m.a. FIFA hefur gefið út staðlaðar leiðbeiningar til að meta íþróttamenn sem fengið hafa heilahristing. Nefnist listinn SCAT3 og má sjá hann hér. Sambærilegur listi til að meta börn nefnist CHILD-SCAT3 og má sjá hann hér.

Hér má sjá fræðslumyndband um heilahristing.

ÍSÍ lét gera veggspjöld sem geyma einfaldar upplýsingar um helstu einkenni heilahristings og hvenær óhætt er að hefja æfingar og keppni á ný. Veggspjöldin eru í fjórum mismunandi útfærslum. Höfuðáverkaveggspjöldin ættu að vera áberandi í íþróttamannvirkjum um allt land. Mikilvægt er að auka enn á þá vitundarvakningu um heilahristing sem orðin er á meðal íþróttamanna, foreldra, þjálfara og stjórnenda.