Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
16

Lárus Ástmar endurkjörinn formaður LH

18.10.2018

Landssamband Hestamannafélaga hélt Landsþing sitt dagana 12. og 13. október sl. í Giljaskóla á Akureyri.  Vel var mætt á þingið og gengu þingstörf vel fyrir sig.  Lárus Ástmar Hannesson var endurkjörinn formaður sambandsins og með honum í stjórn voru kjörin Ólafur Þórisson, Ágúst Hafsteinsson, Oddrún Ýr Sigurðardóttir, Stefán Logi Haraldsson, Sóley Margeirsdóttir og Jean Eggert Hjartarson Classen.  Í varastjórn eiga nú sæti þau Lilja Björk Reynisdóttir, Þórdís Arnardóttir, Rósa Birna Þorvaldsdóttir, Siguroddur Pétursson og Ómar Ingi Ómarsson.  Æskulýðsbikarinn er bikar sem afhentur er því félagi sem þykir hafa skarað fram úr á sviði æskulýðsmála og var það Hestamannafélagið Hringur á Dalvík sem hlaut hann að þessu sinni.  Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri sótti þingið fyrir hönd ÍSÍ og ávarpaði þingfulltrúa og gesti við þingsetningu.  Á myndinni er nýkjörin stjórn og varastjórn LH en á myndina vantar Oddrúnu Ýri Sigurðardóttur.