Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.04.2025 - 26.04.2025

Ársþing ÍF 2025

Ársþing Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) verður...
27.04.2025 - 27.04.2025

Ársþing HHF 2025

Ársþing Héraðssambands Hrafna-Flóka (HHF)...
25

Móttaka til heiðurs þátttakendum á Ólympíuleikum ungmenna 2018

20.10.2018

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stóð í dag fyrir móttöku til heiðurs þátttakendum á Ólympíuleikum ungmenna sem fóru fram í Buenos Aires í Argentínu dagana 6. - 18. október s.l. Á leikunum voru níu íslenskir keppendur í frjálsíþróttum, fimleikum, golfi og sundi.

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir sigraði á leikunum í 200m hlaupi stúlkna og er það í fyrsta sinn sem að íslenskur keppandi vinnur til gullverðlauna á leikum á vegum Alþjóðaólympíunefndarinnar. Eru þetta jafnframt önnur verðlaun Íslands á Ólympíuleikum ungmenna en U15 ára landslið drengja í knattspyrnu náði þeim eftirtektarverða árangri að tryggja sér bronsverðlaun á leikunum 2014 í Nanjing í Kína.

Við móttökuna ávarpaði hópinn Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og sýndar voru myndir frá þátttöku Íslendinga á leikunum. Forseti ÍSÍ, Lárus L. Blöndal og framkvæmdastjóri ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttir, afhentu þátttakendum viðurkenningu fyrir þátttökuna frá ÍSÍ og Alþjóða Ólympíunefndinni. Með fréttinni fylgir mynd af hópnum.

Á myndina vantar Snæfríði Sól Jórunnardóttur keppanda í sundi, Jussi Pekka Pitkanen flokksstjóra/þjálfara í golfi og Róbert Kristmannsson flokksstjóra/þjálfara í fimleikum, en þau voru fjarverandi. Fleiri myndir frá móttökunni verða aðgengilegar á heimasíðu ÍSÍ á næstunni.