Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
9

Íþróttasamband fatlaðra hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

24.10.2018
Afrekssjóður ÍSÍ tók upp nýtt fyrirkomulag á árinu og hafa fjölmörg sérsambönd hlotið styrki úr sjóðnum.
Á undanförnum vikum hefur verið gengið frá formlegum samningum við þessi sérsambönd og á Paralympic deginum sem fór fram nýlega var gengið frá samningi Íþróttasambands fatlaðra og Afrekssjóðs ÍSÍ vegna styrkveitinga ársins.
 
Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) flokkast sem A/Afrekssérsamband samkvæmt flokkun Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2018. Heildarstyrkveiting sjóðsins til ÍF vegna verkefna ársins er 20.550.000 kr. en er það töluverð hækkun á styrkupphæð frá síðustu árum, en verkefni ÍF árið 2017 hlutu styrk að upphæð 12.750.000 kr.
 
ÍF er sérsamband fjölmargra íþróttagreina fatlaðra og heldur þannig utan um afreksíþróttastarf þeirra. Sambandið tók þátt í Paralympic Games í PyeongChang í upphafi árs þar sem ungur keppandi stóð sig frábærlega á sínum fyrstu leikum. Þá sendi sambandið keppendur á Evrópumeistaramót fatlaðra í sundi og EM í frjálsíþróttum, en verðlaun unnust á báðum þessum mótum.  Einnig keppti einn Íslendingur á HM í handahjólreiðum og ÍF hefur auk þess átt keppendur á fjölmörgum alþjóðlegum mótum á þessu ári í fyrrtöldum íþróttagreinum auk móta í bogfimi og boccia.
 
Það voru þeir Þórður Árni Hjaltested, formaður ÍF og Ólafur S. Magnússon, framkvæmdastjóri fjárhags- og afrekssviðs ÍF, sem undirrituðu samninginn fyrir hönd Íþróttasambands fatlaðra og þau Ása Ólafsdóttir, varaformaður stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ og Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ, fyrir hönd Afrekssjóðs ÍSÍ.