Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

23.08.2020 - 23.08.2020

Ársþing KLÍ 2020

Ársþing Keilusambands Íslands verður haldið í...
26.08.2020 - 26.08.2020

Ársþing BSÍ

Ársþing Badmintonsambands Íslands verður...
5

Fundir vegna afreksmála

19.11.2018

Síðustu vikur hafa verið haldnir fundir með fulltrúum sérsambanda ÍSÍ vegna afreksmála. Með breyttu fyrirkomulagi afreksmála hefur sérsamböndum ÍSÍ verið skipt upp í þrjá flokka eftir stöðu afreksmála. Samböndin voru boðuð með öðrum samböndum úr sama flokki á vinnufund fyrir skemmstu. Á fundunum var farið yfir kröfur sem gerðar eru til ólíkra flokka. Auk þess að miðla upplýsingum frá Afreks- og Ólympíusviði ÍSÍ var markmið þeirra að skapa umræðuvettvang þvert á sérsamböndin og sjá hvort ekki séu fletir til aukins samstarfs milli sérsambanda. Á meðfylgjandi myndum má sjá svipmyndir af fundunum.

Myndir með frétt