Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
10

Lífshlaupið - landskeppni í hreyfingu hefst 6. febrúar

07.01.2019

Nú styttist í að nýtt lífshlaupsár hefjist, þann 6. febrúar. Opnað verður fyrir skráningu miðvikudaginn 23. janúar á vefsíðu Lífshlaupsins www.lifshlaupid.is.

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ sem höfðar til allra aldurshópa. Á síðasta ári voru yfir 15 þúsund virkir þátttakendur í samtals um 500 skólum og vinnustöðum. Verkefnið miðar að því að hvetja landsmenn til að huga að daglegri hreyfingu og auka hana eins og kostur er.

Eftirfarandi keppnir eru hluti af Lífshlaupinu:

  • Grunnskólakeppni fyrir 15 ára og yngri í tvær vikur í febrúar
  • Framhaldsskólakeppni fyrir 16 ára og eldri í tvær vikur í febrúar
  • Vinnustaðakeppni í þrjár vikur í febrúar
  • Einstaklingskeppni þar sem allir geta tekið þátt og skráð niður sína daglegu hreyfingu allt árið