Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

07.05.2024 - 07.05.2024

Ársþing HSV 2024

Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga (HSV)...
24

Ráðstefnan Eru íþróttir leikvangur ofbeldis?

01.02.2019

Ráðstefnan „Eru íþróttir leikvangur ofbeldis?- vinnum gegn því“ fór fram 30. janúar sl. í Háskólanum í Reykjavík. Íþróttabandalag Reykjavíkur, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Reykjavíkurborg, Ungmennafélag Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Háskólinn í Reykjavík stóðu að ráðstefnunni. Lilja D. Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra setti ráðstefnuna og Anna Steinsen var ráðstefnustjóri. Edda Sif Pálsdóttir stýrði pallborðsumræðu í lok ráðstefnunnar.

Áherslan á ráðstefnunni var á birtingarmyndir ofbeldis innan íþrótta, leiðir til að bregðast við ofbeldinu, vinna úr málum sem koma upp og vinna að því að koma í veg fyrir að ofbeldi eigi sér stað. Bæði erlendir og íslenskir fyrirlesarar deildu reynslu sinni úr íþróttunum, en þeir voru Dr. Sandra Kirby, Dr. Mike Hartill, Dr. Colin Harris, Håvard Övegard, Hafdís I. Helgudóttir, Arnar Sveinn Geirsson, Margrét Lilja Guðmundsdóttir, Dr. Salvör Nordal, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Karen Leach, Valgerður Þórunn Bjarnadóttir. Skilaboð þolenda voru skýr, að þegar einhver segði frá þá væri mjög mikilvægt að á hann yrði hlustað.

Ráðstefnan var tekin upp og má nálgast hana á næstu dögum hér á vefsíðu ÍSÍ.

Haldin var fjölmenn vinnustofa um málefnið í gær, 31.janúar, í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, þar sem áhersla var lögð á hvernig hægt er að taka á móti svona málum og koma þeim í farveg sem leiðir til niðurstöðu. Einnig var farið yfir hvernig sé hægt að stuðla að auknu trausti innan íþrótta, samvinnu að öruggara umhverfi og öflugri forvörnum. Unnið verður áfram með niðurstöðurnar úr vinnustofunni ásamt upptökum frá ráðstefnunni að nýju fræðsluefni í samvinnu ÍSÍ, ÍBR og UMFÍ.

Hér á vefsíðu ÍSÍ má nálgast meiri fræðslu og ýmis gögn er tengjast kynferðislegu áreiti og ofbeldi í íþróttum.




Myndir með frétt