Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.11.2024 - 12.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
5

Guðni endurkjörinn formaður

12.02.2019

73. ársþing KSÍ var haldið á Hótel Nordica Reykjavík þann 9. febrúar sl. Guðni Bergsson var þar endurkjörinn sem formaður KSÍ til næstu tveggja ára með 119 atkvæðum af 147 mögulegum. Ásamt Guðna var Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður KSÍ, í kjöri og fékk hann 26 atkvæði. Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Hafsteinn Pálsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ, en hann ávarpaði þingið.

Fréttir af afgreiðslu tillagna má finna hér á vefsíðu KSÍ.

Í aðalstjórn KSÍ voru fimm frambjóðendur í kjöri um fjögur sæti og urðu eftirfarandi í efstu fjórum sætunum: Borghildur Sigurðardóttir Kópavogi, Þorsteinn Gunnarsson Mývatnssveit, Magnús Gylfason Hafnarfirði og Ásgeir Ásgeirsson Reykjavík. Auk þeirra sitja í aðalstjórn (tveggja ára kjörtímabili þeirra lýkur í febrúar 2020): Gísli Gíslason Akranesi, Ingi Sigurðsson Vestmannaeyjum, Ragnhildur Skúladóttir Reykjavík og Valgeir Sigurðsson Garðabæ.

Eftirtaldir aðilar voru kjörnir sem aðalfulltrúar landsfjórðunga: Jakob Skúlason - Vesturland, Björn Friðþjófsson - Norðurland, Bjarni Ólafur Birkisson - Austurland og Tómas Þóroddsson - Suðurland.

Eftirtaldir voru kjörnir sem varamenn í aðalstjórn: Þóroddur Hjaltalín Akureyri, Guðjón Bjarni Hálfdánarson Árborg og Jóhann Króknes Torfason Ísafirði.