Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
4

Sarajevo 2019 - Fimmta og síðasta keppnisdegi lokið

15.02.2019

Þá er fimmta og síðasta keppnisdegi lokið á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Sarajevó og Austur Sarajevó. Einu Íslendingarnir sem tóku þátt í dag voru skíðagöngukrakkarnir. Í dag var keppt í blandaðri boðgöngu 4x5km. Íslensku keppendurnir enduðu í 18. sæti af þeim 24 sem tóku þátt á tímanum 1:11.49,6. Sigurvegarar í greininni urðu Norðmenn á tímanum 1:02.01,4. Heildarúrslit keppninnar má finna hér

Í lok dags fór svo fram lokaathöfn leikanna í Austur-Sarajevó. Verðlaun voru veitt þeim sem hlutu verðlaun á síðasta keppnisdeginum. Í lok dagskrár var gestgjöfum næstu leika afhentur fáni leikanna. Leikarnir árið 2021 fara fram í Voukatti í Finnlandi.

Íslenski hópurinn heldur heim á leið strax í fyrramálið.

Vefsíða leikanna
Facebook síða leikanna

#eyof2019 #sarajevo #eastsarajevo

Myndir með frétt