Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
4

32. Karateþing fór vel fram

18.02.2019

32. Karateþing var haldið sunnudaginn 17. febrúar í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Um 25 fulltrúar karatefélaganna á landinu tóku þátt í þingstörfunum. Hafsteinn Pálsson, ritari framkvæmdastjórnar ÍSÍ, var gestur á þinginu.

Stjórn Karatesambands Íslands (KAÍ) hafði á fundi sínum samþykkt að heiðra tvo karatemenn með Gullmerki sambandsins og eru það þeir Vicente Carrasco og Ólafur Helgi Hreinsson. Vicente hefur starfað ötullega að uppbyggingu íþróttarinnar í 32 ár og stofnað 5 karatedeildir á ferli sínum. Hann hefur átt farsælan feril sem þjálfari og átt félagslið á toppnum árum saman. Ólafur Helgi hefur verið félagsmaður Karatefélags Reykjavíkur í yfir 30 ár og verið formaður þess síðustu 10 ár. Hann var landsliðsmaður, síðar alþjóðlegur dómari og nú síðast einbeitt sér að barna- og unglingaþjálfun með frábærum árangri.
Á mynd með fréttinni má sjá Vicente, Ólaf og Reinharð.

Á þinginu var einnig notað tækifærið og skrifað undir endurnýjaðan samning við landsliðsþjálfarann í kumite, Ingólf Snorrason. Við sama tækifæri var skrifað undir samning við nýjan unglingalandsliðsþjálfara, Halldór Stefánsson.

Nokkur mál lágu fyrir þinginu; Afreksstefna KAÍ fyrir 2019 – 2022, fjárhagsáætlun 2019 auk tillagna um fjölda réttindadómara á mótum, að skylda félögin til að tilnefna nefndarmann í mótanefnd KAÍ og að stjórn KAÍ fá heimild til að greiða formönnum nefnda þóknun. Nokkrar umræður urðu um Afreksstefnu KAÍ og tók hún lítilsháttar breytingum í umfjöllun allsherjarnefndar. Hún var síðan samþykkt með áorðnum breytingum. Miklar umræður urðu um aðrar tillögur í þingnefndum og var samþykkt eftir umræður breytt fjárhagsáætlun 2019, ítrekuð var tillaga um skipun nefndarmanna í mótanefnd og fjölgun réttindadómara á mótum. Þá var einnig samþykkt sú tillaga að stjórn KAÍ fengi heimild til að greiða formönnum nefnda þóknun fyrir störf þeirra. Reinharð Reinharðsson var endurkjörinn formaður sambandsins og nýr stjórnarmaður kom inn í aðalstjórn, Elías Guðni Guðnason. Tveir nýir stjórnarmenn komu inn í varastjórn, þær Magnea Rós Axelsdóttir og Diljá Guðmundardóttir.

Á mynd með fréttinni má sjá nýja stjórn KAÍ: Ævar, Reinharð, María, María Helga, Rut, Magnea, Diljá og Guðni.

Myndir með frétt