Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.09.2024 - 12.09.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
10

100 ára afmæli UMF Neista vel heppnað

27.02.2019

Heilmikil veisluhöld voru á Hótel Framtíð á Djúpavogi sunnudaginn 24.febrúar sl. í tilefni 100 ára afmælis Ungmennafélags Neista. Í tilefni tímamótanna var öllum boðið í afmælisköku, kaffi og safa á hótelinu og var sögu félagsins gerð skil með lifandi og skemmtilegum hætti. Ýmislegt var á dagskránni, svo sem mynda- og sögusýning, frumsýning nýrrar afmælistreyju Neista, úrslit nafnasamkeppni nýja húsnæðis Neista, auk þess sem dagatal afmælisársins var kynnt. Nýja húsnæði Neista á Neistavelli hlaut nafnið „Neisti“. Einnig var varningur sem sérstaklega var hannaður í tengslum við afmælisárið til sölu ásamt nýju afmælistreyjunni. Nokkrir tóku til máls á hátíðardeginum og frumsýnt var sérstakt afmælismyndband sem unnið var af Andrési Skúlasyni þar sem farið var yfir skemmtilega viðburði í gegnum árin hjá Neista. Sérstaklega góð mæting var á viðburðinn og greinilegt að Neisti hefur mikla þýðingu í samfélaginu og hefur gert í 100 ár.

ÍSÍ óskar Neista til hamingju með 100 ára afmælið.

Á mynd með fréttinni má sjá bræðurna Stefán og Reyni Arnórssyni. Reynir (t.h.) er klæddur elstu Neistatreyjunni og Stefán klæðist nýrri treyju sem gerð var í tilefni 100 ára afmælis Neista.

Myndir frá afmælinu má sjá með því að smella hér.

 

Myndir með frétt