Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.04.2025 - 26.04.2025

Ársþing ÍF 2025

Ársþing Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) verður...
27.04.2025 - 27.04.2025

Ársþing HHF 2025

Ársþing Héraðssambands Hrafna-Flóka (HHF)...
25

Svefn og íþróttir - Hádegisfundur

14.03.2019

Hádegisfundur um svefn og íþróttir fer fram miðvikudaginn 20. mars frá kl.12:00 - 13:00 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Rannsóknir á svefni ungmenna á undanförnum árum hafa gefið vísbendingar um að þau séu ekki að sofa nægjanlega mikið. Hvernig standa þá krakkar sem eru að mæta á morgunæfingar hjá íþróttafélögum er kemur að gæðum svefns? Af hverju er svona mikilvægt að ná fullum svefni? Fundurinn er opinn og er haldinn í samstarfi ÍSÍ og deildar heilsueflingar, íþrótta og tómstunda innan menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Dr. Erlingur Jóhannesson mun fjalla um mikilvægi svefns og hvað á sér stað í líkamanum á meðan við sofum. Dr. Sigríður Lára Guðmundsdóttir kynnir niðurstöður rannsókna á svefnvenjum ungra íslenskra sundmanna. Hrafnhildur Lúthersdóttir mun svo veita innsýn og reynslu afrekssundkonu á málefnið.

Opið verður fyrir umræður í lokin. Hádegisfundinum verður streymt á facebook síðu ÍSÍ.