Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.04.2025 - 26.04.2025

Ársþing ÍF 2025

Ársþing Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) verður...
27.04.2025 - 27.04.2025

Ársþing HHF 2025

Ársþing Héraðssambands Hrafna-Flóka (HHF)...
25

Viggó Jónsson sæmdur Gullmerki ÍSÍ

20.03.2019

Á ársþingi Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS), sem fór fram 19. mars sl. sæmdi ÍSÍ Viggó Jónsson Gullmerki ÍSÍ, en Viggó hefur unnið afar mikið og fórnfúst starf í tengslum við íþróttir í héraði til fjölda ára. Ingi Þór Ágústsson, úr framkvæmdastjórn ÍSÍ, afhenti Viggó viðurkenninguna. Fulltrúar ÍSÍ á þinginu voru þeir Ingi Þór og Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri.

ÍSÍ óskar Viggó til hamingju með viðurkenninguna.

Á myndinni má sjá Inga Þór næla Gullmerki ÍSÍ í Viggó.