Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
19

Heiðrún Sandra endurkjörin formaður UDN

05.04.2019

98. Þing Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN) var haldið 2. apríl sl. í Grunnskólanum á Reykhólum. Garðar Svansson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ sótti þingið fyrir hönd ÍSÍ og flutti kveðjur Lárusar L. Blöndal forseta ÍSÍ, framkvæmdastjórnar og starfsfólks ÍSÍ.

Stjórnun þings var í höndum Gústafs Jökuls Ólafssonar og gekk þingið vel. Ársreikningur var samþykktur með tapi og er það fjórða árið í röð sem svo er. Meðal tillaga sem lágu fyrir og voru samþykktar var breyting á lottóúthlutun en samþykkt var að UDN fengi 60% en aðildarfélög fengju 40%. Í framhaldi af því var fjárhagsáætlun samþykkt með tekjuafgangi á starfsárinu. Ein breyting varð á stjórn en Sigrún Hanna Sigurðardóttir kom ný í stjórn í stað Pálma Jóhannssonar. Heiðrún Sandra Grettisdóttir var endurkjörin formaður til tveggja ára. Í lok fundar voru kynntir nýir búningar sambandsins.