Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.08.2020 - 26.08.2020

Ársþing BSÍ

Ársþing Badmintonsambands Íslands verður...
13

Afturelding Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

15.04.2019

Ungmennafélagið Afturelding í Mosfellsbæ fékk viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á hátíðaraðalfundi félagsins sem haldinn var í Hlégarði fimmtudaginn 11. apríl sl. Aðalfundurinn var sannkallaður hátíðaraðalfundur þar sem félagið hélt upp á 110 ára afmæli sitt þennan dag. Alls fengu níu deildir félagsins viðurkenningu sem Fyrirmyndardeildir ÍSÍ á fundinum og þar sem sú tíunda var með viðurkenninguna fyrir eru nú allar deildir félagsins Fyrirmyndardeildir ÍSÍ og þar með félagið í heild sinni Fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Það var Úlfur H. Hróbjartsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ og jafnframt í stjórn Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ sem afhenti fulltrúum aðalstjórnar og deilda viðurkenningarnar og naut hann dyggrar aðstoðar Hafsteins Pálssonar sem líka er í framkvæmdastjórn ÍSÍ og var jafnframt fundarstjóri fundarins. 

Á myndinni eru frá vinstri, Úlfur H. Hróbjartsson ÍSÍ, Hafsteinn Pálsson ÍSÍ, Anna Olsen (karate), Erla Edwards (fimleikar), Unnur Sigurrún Kristleifsdóttir (frjálsar), Guðbjörg Fanndal Torfadóttir (knattspyrna), Guðrún Kristín Einarsdóttir (blak), Bernharð Eðvarðsson (handknattleikur), Kristinn Guðjónsson (körfuknattleikur), Guðný Ragna Jónsdóttir (taekwondo), Jón Ágúst Brynjólfsson (sund), Þorvaldur Einarsson (badminton) og Birna Kristín Jónsdóttir frá aðalstjórn. Ungu iðkendurnir sem halda á fánanum eru þær Ingibjörg Ólína Harðardóttir og Rakel Ásta Strange.