Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
19

74. Íþróttaþing ÍSÍ hefst í dag

03.05.2019

74. Íþróttaþing ÍSÍ hefst í dag kl. 15:00 í Gullhömrum í Reykjavík og því lýkur seinnipartinn á morgun. Íþróttaþing ÍSÍ er æðsti vettvangur íslenskrar íþróttahreyfingar. Fyrirkomulag þingsins má sjá hér. 

Fyrir þinginu liggja 24 tillögur frá framkvæmdastjórn ÍSÍ og sambandsaðilum og má búast við starfasömu þingi. Öll þinggögn má finna hér á vefsíðu ÍSÍ og tillögur sem lagðar hafa verið fyrir þingið má sjá hér. 

Alls eiga 108 fulltrúar sérsambanda og 108 fulltrúar íþróttahéraða fullan seturétt á þinginu, en auka þess eiga 18 íþróttahéruð rétt á einum áheyrnarfulltrúa til viðbótar, og er það breyting frá fyrri þingum. Þingfulltrúafjölda má sjá hér.

Kosningar til framkvæmdastjórnar ÍSÍ fara fram á laugardeginum 4. maí.

Kjörnefnd Íþróttaþings bárust eftirtalin framboð til framkvæmdastjórnar ÍSÍ vegna 74. Íþróttaþings ÍSÍ 2019. Öll framboð eru löglega fram borin og uppfylla skilyrði 11. greinar laga ÍSÍ, 5. tölulið. 

Framkvæmdastjórn ÍSÍ til fjögurra ára (7)
• Ása Ólafsdóttir 
• Gunnar Bragason 
• Hafsteinn Pálsson 
• Hörður Oddfríðarson 
• Ingi Þór Ágústsson 
• Knútur G. Hauksson 
• Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir 
• Olga Bjarnadóttir 
• Sólveig Jónsdóttir 
• Örn Andrésson 

Forseti ÍSÍ var kjörinn til fjögurra ára á Íþróttaþingi ÍSÍ árið 2017 og á því tvö ár eftir af kjörtímabilinu. Þá voru einnig sjö meðstjórnendur kjörnir til fjögurra ára og sjö til tveggja ára, til að ná fram skörun á kjörtímabili stjórnar. Nánar er fjallað um kjör til framkvæmdastjórnar ÍSÍ í 17. grein laga ÍSÍ. Á Íþróttaþinginu nú verður því kosið um sjö meðstjórnendur til fjögurra ára.