Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

14

Íþróttaþing ÍSÍ 2019 - Stofnun nýrra sérsambanda

08.05.2019

Framkvæmdastjórn ÍSÍ mun vinna að stofnun sérsambanda um bogfimi og klifur fram að næsta Íþróttaþingi ÍSÍ í maí 2021, en það var samþykkt á 74. Íþróttaþingi ÍSÍ sem haldið var í Gullhömrum sl. helgi. 

Bogfimiíþróttin hefur vaxið ört á undanförnum árum og uppfyllir nú þegar öll skilyrði í lögum ÍSÍ er varða stofnun sérsambands. Bogfiminefnd ÍSÍ er ábyrg fyrir skipulagi íþróttarinnar og vinnur nefndin að stofnun sérsambands í samráði við ÍSÍ.

Klifur var samþykkt af Alþjóðaólympíunefndinni sem keppnisgrein á Ólympíuleikunum í Tókýó 2020. ÍSÍ stofnaði Klifurnefnd ÍSÍ árið 2018 og vinnur hún að eflingu og útbreiðslu íþróttarinnar á landsvísu. Klifuríþróttin uppfyllir nú þegar kröfur um fjölda iðkenda en ekki útbreiðslu íþróttarinnar í þeim fjölda íþróttahéraða sem lög ÍSÍ krefja. Í ljósi þess að stofnun klifurfélaga og deilda á landsvísu er í bígerð á næstu mánuðum eru taldir góðir möguleikar á því að íþróttin uppfylli skilyrði laga ÍSÍ um stofnun sérsambands fyrir 75. Íþróttaþing ÍSÍ 2021.