Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
2

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ þann 15. júní

14.05.2019

Sjóvá Kvenna­hlaup ÍSÍ fer fram 15. júní 2019. Hlaupið verður á yfir 80 stöðum á land­inu en þetta er í þrítug­asta skiptið sem Kvenna­hlaupið er haldið. Listi yfir hlaup­astaði 2019 verður birtur þegar nær dregur.

Markmið Kvennahlaupsins hefur frá upphafi verið að vekja áhuga kvenna á reglulegri hreyfingu. Allir taka þátt á sínum forsendum og lögð er áhersla á að hver komi í mark á sínum hraða. Þó svo að hlaupið hafi í upphafi verið til hvetja konur til hreyfingar eins og nafn þess gefur til kynna þá hafa karlmenn alltaf verið velkomnir í hlaupið.

Öldrunarheimili víðsvegar um land hafa undanfarin ár boðið sínu heimilisfólki að taka þátt í Kvennahlaupinu. Mikil ánægja er meðal heimilisfólks með þetta framtak og kapp er lagt í að virkja alla til þátttöku. Karlmennirnir hafa þá gjarnan tekið á móti konunum og veitt þeim verðlaunapeninga.

Í tilefni af þrítugasta Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ verður efnt til sérstakra hátíðarhalda á mörgum hlaupstöðum víðsvegar um landið. Þar að auki er verið að vinna í heimildarmynd um 30 ára sögu hlaupsins sem verður birt fyrir hlaupið. Það ættu allir að taka þennan dag frá og mæta sér til gagns og gamans og til að fagna sögu kvenna í hreyfingu og íþróttum undanfarin 30 ár.

Hér er vefsíða Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ.

Hér má sjá Facebook-síðu Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ.