Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
2

6 dagar til Smáþjóðaleika

21.05.2019

Í dag eru 6 dagar þar til Smáþjóðaleikarnir verða settir í Svartfjallalandi. Leikarnir fara fram 27. maí til 1. júní. Skemmtilegt er frá því að segja að í þetta sinn sendir ÍSÍ 60 kvenkyns keppendur til leiks og 60 karlkyns keppendur. Samtals eru íslenskir þátttakendur 185. Íslendingar taka þátt í átta íþróttagreinum af þeim tíu sem keppt verður í á leikunum. Keppnisgreinarnar eru; frjálsíþróttir, sund, júdó, skotíþróttir, tennis, borðtennis, körfuknattleikur, boules, blak og strandblak. Allir þátttakendur á leikunum munu gista á sama hótelinu í strandbænum Budva sem liggur að Adríahafinu. 

Fylgstu með íslenskum keppendum á leikunum hér á vefsíðu ÍSÍ.

Myndir með frétt