Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.04.2025 - 26.04.2025

Ársþing ÍF 2025

Ársþing Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) verður...
27.04.2025 - 27.04.2025

Ársþing HHF 2025

Ársþing Héraðssambands Hrafna-Flóka (HHF)...
26

Íslenski hópurinn mættur til Svartfjallalands

26.05.2019

Í morgun hélt hópurinn af stað sem fer á Smáþjóðaleikana í Svartfjallalandi. Flestir þátttakendurnir hittumst í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Flogið var beint til Podgorica og lent um kl. 21 að staðartíma (19 á ísl. tíma). Leikarnir fara fram 27. maí til 1. júní. Samtals eru íslenskir þátttakendur 184, en 120 keppendur eru skráðir til leiks. Íslendingar taka þátt í átta íþróttagreinum af þeim tíu sem keppt verður í á leikunum. Keppnisgreinarnar eru; frjálsíþróttir, sund, júdó, skotíþróttir, tennis, borðtennis, körfuknattleikur, blak, boules og strandblak, en Ísland teflir ekki fram þátttakendum í þeim tveim síðastnefndu. Allir þátttakendur á leikunum munu gista á sama hótelinu í strandbænum Budva sem liggur að Adríahafinu. Keppni hefst á þriðjudaginn.

Hér á vefsíðu ÍSÍ verður hægt að fylgjast með íslenska hópnum sem fer á Smáþjóðaleikana 2019.

Vefsíða leikanna.

 

Myndir með frétt