Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20

Júdófólkið okkar stóð sig vel

28.05.2019


Einstaklingskeppni í júdó á Smáþjóðaleikunum fór fram í dag og unnu íslensku keppendurnir til fernra verðlauna. Egill Blöndal hlaut silfurverðlaun eftir spennandi úrslitaglímu í -90 kg flokki við Schwendingar frá Liechtenstein. Egill var sókndjarfur alla glímuna og leiddi hana en þegar 24 sekúndur voru eftir jafnaði andstæðingur hans og fór glíman í gullskor. Þar hafði andstæðingur Egils betur og því voru það silfurverðlaunin sem féllu til Egils að þessu sinni.
Alexander Heiðarsson, Árni Lund og Þór Davíðsson unnu allir til bronsverðlauna í sínum flokkum.
Árni Pétur Lund glímdi um bronsverðlaunin í -81 kg flokki við andstæðing frá Möltu sem heitir Camillieri. Árni glímdi vel og stjórnaði glímunni en var óvænt kastað en ekki á ippon og náði hann að vinna sig í fastatak þar sem hann hélt Möltu manninum og vann sigur og þar með bronsverðlaunin. Þór Davíðsson glímdi í –100 kg flokknum við Bezzina frá Möltu og var það hörkuglíma og mjög jöfn. Þegar um 20 sekúndur voru eftir af glímunni fór Þór í gólfið með andstæðing sinn og náði að snúa honum á síðustu sekúndu glímunnar og hélt honum þar til hann sigraði og bronsið var hans. Alexander Heiðarsson og Dofri Bragason mættust í bronsglímu í -60 kg flokki sem endaði með sigri Alexanders.

Aðrir keppendur stóðu sig með sóma en komust ekki á pall að þessu sinni. Nú verður hvílt í einn dag og svo keppt í liðakeppninni á fimmtudaginn.
Fleiri myndir frá júdókeppninni má finna á myndasíðu ÍSÍ.

Myndir með frétt