Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ - 15. júní
Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram 15. júní 2019. Hlaupið verður á yfir 80 stöðum á landinu en þetta er í þrítugasta skiptið sem Kvennahlaupið er haldið. Hlaupastaði 2019 má sjá hér á vefsíðu Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ.
Í tilefni af þrítugasta Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ verður efnt til sérstakra hátíðarhalda á mörgum hlaupastöðum víðsvegar um landið. Þar að auki fer forsýning á heimildarmynd um Sjóvá fimmtudaginn 6. júní næst komandi kl. 15:00 í Laugarásbíói.
Markmið Kvennahlaupsins hefur frá upphafi verið að vekja áhuga kvenna á reglulegri hreyfingu. Allir taka þátt á sínum forsendum og lögð er áhersla á að hver komi í mark á sínum hraða. Þó svo að hlaupið hafi í upphafi verið til hvetja konur til hreyfingar eins og nafn þess gefur til kynna þá hafa karlmenn alltaf verið velkomnir í hlaupið.
Það ættu allir að taka 15. júní frá og mæta sér til gagns og gamans og til að fagna sögu kvenna í hreyfingu og íþróttum undanfarin 30 ár.