Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

08.06.2020 - 08.06.2020

Ársþing ÍA 2020

Ársþing Íþróttabandalags Akraness verður...
1

Aldrei fleiri konur í stjórn ÍSÍ

14.06.2019

Á Íþróttaþingi ÍSÍ 2019 var kosið til framkvæmdastjórnar ÍSÍ og hefur hlutfall kvenna í framkvæmdastjórn ÍSÍ aldrei verið hærra, en í stjórninni eru nú 7 konur og 9 karlar. Hlutfall kvenna er því tæp 44%. Í aðalstjórnum innan sambandsaðila ÍSÍ, ef staðan er tekin í dag, er hlutfall kvenna mest í íþróttahéruðum, 39%, næst í íþróttafélögum, 34% og í sérsamböndum 31%.

Skráðir keppendur frá Íslandi á Smáþjóðaleikunum 2019 voru 120, þar af 60 konur. Aldrei áður hefur hlutfall íslenskra kvenna verið jafn hátt á Smáþjóðaleikum. Gert er ráð fyrir því að á Ólympíuleikunum í Tókýó 2020 verði konur 49% allra keppenda, en það er sögulegt hámark á Ólympíuleikum. Alþjóðaólympíunefndin (IOC) tilkynnti nýlega að konur séu nú 45,5% nefndarfólks IOC, en hlutur kvenna er nú í sögulegu hámarki og sitja konur í öllum 27 nefndum IOC. Þessar breytingar í átt að kynjajafnrétti, í nefndum IOC og á leikum á vegum IOC, eru í takt við stefnu Alþjóðaólympíunefndarinnar, sem ber heitið Olympic Agenda 2020.

Þær konur sem sitja í framkvæmdastjórn ÍSÍ hafa mikla þekkingu á íslensku íþróttastarfi og hafa komið víða við í því öfluga starfi sem á sér stað innan íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. Má þar finna fyrrum keppendur á öllum stigum, Ólympíufara, Íslandsmeistara, aðila úr stjórnum sérsambanda og íþróttahéraða, formenn og framkvæmdastjóra innan íþróttahreyfingarinnar, þjálfara og foreldra íþróttafólks, svo eitthvað sé nefnt. Þessi víðtæka reynsla er mikilvæg í framkvæmdastjórn stærstu fjöldahreyfingar á Íslandi.

Myndir með frétt